Heiðrún Sigurðardóttir, íslandsmeistari í Íþróttafitness.Íslandsmótið í fitness á vegum IFBB sambandsins verður haldið dagana 9-10 apríl í Íþróttahöllinni á Akureyri. Í kvennaflokki verður keppt í formfitness og íþróttafitness. Helsti munurinn á þessum tveimur greinum er sá að í formfitness er ekki keppt í danslotu. Keppnin í formfitness felst í þremur lotum í samanburði og allir keppendur í formfitness fara í gegnum hindranabraut. Búist er við góðri þátttöku, sérstaklega í formfitness. Sú breyting er gerð á keppninni í ár að keppendur í formfitness þurfa allir að fara í gegnum hindranabraut. Þykir aðstandendum keppninnar viðeigandi að halda hindranabrautinni inni í keppninni vegna þess hversu vinsæl hún er meðal áhorfenda. Hindranabrautin gildir fjórðung af keppninni í formfitness til heildarsigurvegara, en eftir sem áður ræðst val a´keppendum sem munu halda til keppni erlendis af frammistöðu þeirra í samanburði. Hindranabrautin hefur engin áhrif á það hver verður valin, einungis á það hver verður Íslandsmeistari.

Í karlakeppninni er flest með hefðbundnun hætti þar sem keppt er í upptogi og dýfum, samanburði og hindranabraut. Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Sigurði Gestssyni í síma 462 5266, eða með því að senda tölvupóst á ifbb@fitness.is . Skráningu lýkur 1. apríl.

Skráning á Íslandsmótið er hafin –
smelltu hérna til að skrá þig.