Föstudaginn og laugardaginn 8. og 9. nóvember fer fram Bikarmót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna í Háskólabíói í Reykjavík. Mótið fer fram með hefðbundnu sniði en keppt verður í fitnessflokkum karla og kvenna, þar á meðal sportfitness og vaxtarrækt karla og módelfitness kvenna. Búist er við fjölda keppenda á mótið sem hefur farið sístækkandi undanfarin ár. Skráning keppenda mun hefjast fljótlega á fitness.is auk þess sem ítarlegri dagskrá verður kynnt. Að þessu sinni er mótið haldið um einni viku fyrr en vanalega sem er heppilegri tími fyrir þá keppendur sem eru að stefna á mót erlendis.