kona23Ójafnvægi á milli æfinga og hvíldar veldur ofþjálfun. Líkamsræktarfólk sem leggur hart að sér í vöðvauppbyggingu er í hættu gagnvart ofþjálfun sem veldur því að framfarir staðna. Rannsókn sem gerð var við Ritsumeikan Háskólann í Japan sýndi fram á að erfiðar lyftingaæfingar tvo daga í röð drógu úr styrk auk þess sem blóðrannsóknir sýndu fram á vöðvafrumuskemmdir og röskun varð á hormónum sem stjórna matarlyst og fitubrennslu. Ofurálag á tveimur æfingadögum í röð jók magn kreatínkínasa og blóðrauða sem eru til marks um frumuskemmdir.

Ofurálag á tveimur æfingadögum í röð jók magn kreatínkínasa og blóðrauða sem eru til marks um frumuskemmdir.

Styrktar- og kraftpróf fyrir og eftir æfingarnar sýndu fram á verulega afturför. Ghrelin og leptín hormónin mældust sömuleiðis í minna magni en áður en þau eru mikilvæg til þess að stjórna matarlystinni og efnaskiptahraðanum. Ofþjálfun er fljót að valda breytingum í líkamanum sem geta haft áhrif á heilsu, frammistöðu og orku.

(Clinical Physiology Functional Imaging, 33: 131-136, 2013)