Íslandsmót IFBB í fitness verður haldið laugardaginn 29. apríl í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Um 40 skráningar hafa borist frá keppendum og búist er við magnaðri stemningu á Íslandsmótinu. Þessi keppendafjöldi er töluvert meiri en var á síðasta móti og er sérlega ánægjulegt að sjá vaxandi áhuga á þessari erfiðu keppnisgrein.

Dagskrá og keppendalisti verða birt nokkrum dögum fyrir mótið. Mótið hefst klukkan 17:00, laugardaginn 29. apríl og er lokið um kl 19:00.

Miðasala fer fram á mak.is og miðaverð er kr. 3.500.- Miðaverð fyrir 12 ára og yngri er kr. 1.500,-

Nákvæm dagskrá fyrir keppendur verður birt hér á fitness.is ásamt keppendalista viku fyrir mót. Gróf dagskrá keppenda er með þeim hætti að allir keppendur mæta í vigtun og innritun á laugardeginum klukkan 10:00 í Hofi, húsið mun síðan opna fyrir keppendur kl 16:00 og keppni hefst klukkan 17:00.

Nýtt myndband um Bikarmótið 2022

Hér er hægt að sjá grófklippt video um Bikarmótið sem haldið var í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á síðasta ári. Mótið var haldið í nóvember. Þið sem horfið á myndbandið í stóru sjónvarpi – endilega stilla á 4K.