Vegna óvissu í því umhverfi sem við búum við í dag vegna Covid-19 verður Bikarmót IFBB sem fyrirhugað var að halda í Nóvember fellt niður.

Óhætt er að segja að það óvissuástand sem við höfum búið við á undanförnum mánuðum hafi bitnað á mótahaldi. Það tekur keppendur margar vikur að undirbúa sig fyrir mót og ógjörningur er að ganga að einhverju vísu í því ástandi sem ríkir vegna Covid-19. Forsendur móta eru einfaldlega ekki fyrir hendi eins og staðan er núna. Það er dýrt að halda hefðbundin mót og ekki hægt að ganga að áhorfendum né stuðningsaðilum vísum.

Á erlendum vettvangi er IFBB enn að stefna að því að halda nokkur mót, þar á meðal IFBB Arnold Classic Europe 11. desember. Mögulega munu íslenskir keppendur stefna þangað ef allt gengur upp.

Á þessu ári verða því engin fitnessmót. Það eina sem er í stöðunni er að vonast til að óvissan verði minni á næsta ári um páskana fyrir Íslandsmótið.