Vaxmadur001Upptog með stöng er góð æfing til að styrkja tvíhöfða, axlir og trappa. Vísindamenn við Háskólann í Memphis undir forystu Matthew McAllister komust að því að gleitt grip virkar betur á axlir en þröngt grip. Þeir notuðust við aðferð sem byggist á rafsegulsviðsmælingum til þess að mæla virknina í vöðvunum. Rannsóknin sýndi að breidd gripsins hafði mikið að segja um virkni upptogsins.

(Journal Strength and Conditioning Research, 27: 181-187, 2013)