kona_handlodFólk bregst misvel við æfingum. Sumir ná fljótt og vel árangri á meðan aðrir þurfa að hafa meira fyrir hlutunum. Það má því skipta fólki í tvo hópa – móttækilega og ómóttækilega. Japanskir vísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að óþjálfuðu fólki hentaði best að taka þrjár lotur í hverri æfingu. Þeir mæla með því að taka jafnvel einungis eina lotu af sumum æfingum til þess að koma í veg fyrir ofþjálfun. Erfðaþættir leika stórt hlutverk þegar segja á til um það hversu vel fólk tekur við æfingum. Hvatning og vilji hefur sömuleiðis mikið að segja þar sem heppileg gen eru ekki nægileg til að ná árangri. Fyrst og fremst þarf að mæta á æfingu.

(Journal Strength and Conditioning Research, 27: 8-13, 2013)