VöðvarýrnunÞegar komið er yfir fimmtugt er hætta á vöðvarýrnun og algengt er að vöðvar rýrni um allt að tvö prósent á ári og yfir þrjú prósent eftir sextugt. Samhliða vöðvarýrnuninni er hætta á sykursýki, beinbrotum vegna minna jafnvægis og beinþynningar og almennt minni hreyfigetu. Sérfræðingar í næringarfræði mæla með prótíndrykkjum, amínósýrum, HMB og að sjálfsögðu styrktarþjálfun til varnar vöðvarýrnun. Æfingar og hreyfing halda okkur sprækum lengra en annars fram í ellina og spara þannig heilbrigðiskerfinu gríðarlega fjármuni þegar fram sækir.  Ekki má gleyma því að vöðvamassi hjálpar einnig til við að halda aukakíóunum í skefjum auk þess sem sá lífsstíll sem æfingum fylgir fækkar mörgum áhættuþáttum sem gætu annars látið sjá sig á efri árum.
(Age and Aging, vefútgáfa 21. september 2014)