Madur med sixpackÞegar kílóunum fer að fækka er óhjákvæmilegt að missa vöðvamassa. Það er nánast óhugsandi að léttast eitthvað að ráði án þess að vöðvamassinn rýrni. Eric Helms við Tækniháskólann í Auckland á Nýja Sjálandi og félagar mælir með ákveðnu samblandi af styrktar- og þolæfingum til að lágmarka vöðvarýrnun í niðurskurði. Hann mælir með að æfa hvern vöðvahóp um það bil tvisvar í viku og taka 40-70 endurtekningar fyrir hvern vöðvahóp. Æfingafjöldinn ætti ekki að fara úr hófi og einungis ætti að lyfta fram að uppgjöf. Gott er að nota þolæfingar til að flýta fyrir fitubrennslu en of mikið af þolþjálfun veldur vöðvarýrnun. Þrekhjól eða skíðavélar lágmarka truflun þolæfinga á styrktaræfingar. Of ákafar þrek- og þolæfingar geta valdið verulegri vöðvarýrnun og ættu því að notast í hófi ef takmarkið er að varðveita vöðvamassann. Einnig mælir hann með bætiefnum, þar á meðal mysuprótíni og levsín amínósýrunni sem taka á eftir hverja æfingu. Prótíndrykkirnir minnka vöðvarýrnun og draga úr matarlyst.
(Journal Sports Medicine Physical Fitness, 55: 164-178, 20115)