Hið árlega Arnold Amateur Classics mót fer fram í Columbus í Bandaríkjunum dagana 4-6 mars. Þrír keppendur halda utan til þess að keppa í fitness og vaxtarrækt á þessu stærsta móti sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Magnús Bess Júlíusson mun keppa í vaxtarrækt og þær Katrín Eva Auðunsdóttir og Kristín Kristjánsdóttir munu keppa í fitness.

Þetta mót er haldið á vegum Alþjóðasambands líkamsræktarmanna og búast má við hundruðum keppenda í þessum tveimur keppnisgreinum. Dagana sem mótið fer fram er ennfremur haldin ein stærsta vörusýning líkamsræktargeirans. Það gerist ekki á hverju ári að íslenskir keppendur fái tækifæri til þess að keppa á þessu móti og því verður spennandi að fylgjast með gengi þeirra.  

Einar Guðmann