Bikarmót Þrekmeistarans fer fram laugardaginn 8. maí í Íþróttahöllinni á Akureyri. Sömuleiðis verður Íslandsmót Þrekmeistarans haldið 6. nóvember. Þetta er svipuð tímasetning og undanfarin ár og búist er við töluverðum fjölda keppenda.

Skráning á Þrekmeistarann 8. maí hefst innan skamms hér á fitness.is en mun standa skemur en vanalega. Þeir sem ætla að vera með eru því hvattir til að skrá sig fljótlega eftir að skráning hefst.

Minni á ýmsar upplýsingar sem finna má um Þrekmeistarann hér til hliðar.

kv. Einar Guðmann