Þau Kristín Kristjánsdóttir, Katrín Eva Auðunsdóttir og Magnús Bess munu stíga á svið í Bandaríkjunum næstu daga. Þær Kristín og Katrín munu líklega stíga á svið á fimmtudag, en Magnús á föstudag.

Við munum fylgjast með hér á fitness.is og færa fréttir af gengi þeirra. Búast má við að íslensku keppendurnir verði í kröppum dansi, enda er þetta gríðarlega sterkt mót. Eitt er víst og það er að þau Kristín, Katrín og Magnús eru öll í sínu besta formi. Undirbúningurinn er búinn að vera langur og strangur og nú er uppskerutími. Fyrirfram verður að teljast frábær árangur ef íslensku keppendurnir komast í úrslit í sínum flokkum.