Kristín Kristjánsdóttir náði frábærum árangri á Arnolds Amateur keppninni í Bandaríkjunum í gær þegar hún hafnaði í fimmta sæti. Hún keppti í 17 manna flokki sem var gríðarlega sterkur.Þetta er í fyrsta skipti sem íslendingur nær verðlaunasæti á stórmóti sem þessu.
Katrín Eva Auðunsdóttir keppir í öðrum flokki sem er sex manna. Úrslit í hennar flokki ráðast í dag, föstudag. Magnús Bess sem keppir í vaxtrrækt keppir sömuleiðis í dag í +100 kg flokki. Hann vigtaðist 101 kg.