Katrín Eva og Kristín báðar í verðlaunasætumKatrín Eva Auðunsdóttir sigraði sinn flokk á Arnolds Amateur fitnesskeppninni sem fram fór í Columbus í Bandaríkjunum.

Þetta er í fyrsta skipti sem íslendingur sigrar sinn flokk í fitnesskeppni af þessari stærðargráðu. Kristín Kristjánsdóttir sem keppti í flokki 35 ára og eldri, hafnaði í fimmta sæti í sínum flokki í gær. Þær eru því báðar að náð þeim árangri að vera fyrstar íslendinga til að ná þeim árangri að fá verðlaunasæti á stórmóti sem þessu.

Griðarlegur fjöldi keppenda og flokka er á Arnolds. Keppt er í sex hæðarflokkum í fitness kvenna en Katrín Eva keppti í hæsta flokknum sem í voru sex keppendur.

Kristín Kristjánsdóttir hafnaði í fimmta sæti í sínum flokki eins og áður sagði. Keppt er í þremur flokkum eldri en 35 ára og 17 keppendur voru í flokki Kristínar. Þær hafa því báðar náð stórkostlegum árangri á þessu alþjóðlega móti.

Rétt er að taka fram að fyrstu fimm sætin í hverjum flokki eru verðlaunasæti. Þær koma því báðar heim hlaðnar glæsilegum styttum og verðlaunum.

Eins og við sögðum frá hér í gær á fitness.is, keppti Magnús Bess, unnusti Katrínar Evu í yfir 100 kg flokki í vaxtarrækt í gær. Hann komst ekki áfram í fimm manna úrslit í sínum flokki, enda var flokkurinn gríðarlega sterkur og engir aukvistar sem hann keppti við.

Hægt er að fylgjast með sjónvarpsútsendingum frá keppninni á Bodybuilding.com

Bein slóð á áhugamannakeppnina er hér.

Um keppnina: arnoldsportsfestival.com

kv. Einar Guðmann

ArnoldsKristinK1.png

Kristín Kristjánsdóttir

ArnoldsKatrin1.png

Katrín Eva Auðunsdóttir


ArnoldsKristinK2.png