Elín Kragh

Um næstu helgi, dagana 5.-7 október fer fram heimsmeistaramót kvenna í fitness, módelfitness og fitness karla í Bialystok í Póllandi. Þrír íslenskir keppendur stíga þar á svið, þær Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir sem keppir í módelfitness yfir 168 sm flokki, Elín Ósk Kragh og Margrét Edda Gnarr sem báðar keppa í undir 168 sm flokki í módelfitness. Með þeim í för er Jóhann Norðfjörð sem fer sem liðsstjóri en hann mun einnig setjast í dómarasæti á mótinu. Reiknað er með um 300 keppendum frá 40 löndum á mótið og er því spennandi að fylgjast með gengi íslensku keppendana sem allir hafa átt góðu gengi að fagna fram til þessa.