Það er hægt að deila um svo marg í heimi hér. Magaæfingar eru engin undantekning frá því. Lengst af hafa menn álitið að magaæfingar á borð við uppsetur væru lykillinn að góðum magavöðvum. Í kjölfar rannsókna kanadíska vísindamannsins Dr. Stuart McGill þar sem hann sýndi fram á að marg-endurtekið álag á bakið í formi átaka sem myndast við uppsetur – dragi úr viðnámi neðra-baksins við meiðslum. Styrktarþjálfararnir Brad Schoenfeld og Bret Contreras eru hinsvegar á öðru máli. Þeir halda því fram að æfingar á borð við uppsetur byggi betur upp magavöðva en margar aðrar æfingar og að fólk geti auðveldlega gert þessar æfingar án þess að hafa áhyggjur ef það hefur ekki orðið fyrir meiðslum eða átt við bakmeiðsli að stríða. Kjarnaþjálfun ætti að fela í sér sambland kyrrstöðuæfinga (isometrics) og hefðbundinna.

(Strength Conditioning Journal, 33 (4): 8-18, 2011)