PlakatIslandsmot2014_1600pxÞað stefnir allt í frábært Íslandsmót líkamsræktarmanna sem verður haldið um páskana, dagana 17.-18. apríl í Háskólabíói. Nú þegar hafa 110 keppendur skráð sig og skráningar eru enn að berast. Keppt verður í 21 flokki og fimm keppnisgreinum – módelfitness, fitness, sportfitness, ólympíufitness og vaxtarrækt. Líklegt er að sigurvegarar muni halda til keppni á erlendri grundu síðar á árinu, þar á meðal á Evrópumótið sem fer fram á Spáni í maí og heimsmeistaramótin sem fara fram í haust. Áhugafólk um líkamsrækt ætti því ekki að láta þennan risaviðburð ársins fara framhjá sér.

Íslandsmótið 2014

  • Miðvikudagur 16. apríl: Innritun keppenda.
  • Fimmtudagur 17. apríl: Fitness karla og kvenna, sportfitness og vaxtarrækt.
  • Föstudagur 18. apríl: Módelfitness.