Íslandsmótinu í vaxtarrækt fór fram í Sjallanum á Akureyri í gærkvöld. Einnig fórum fram Íslandsmótin í módelfitness og fitness kvenna eldri en 35 ára. Úrslit urðu á margan hátt óvænt og fór svo að þakið ætlaði af Sjallanum þegar spennan var sem mest.Sigurvegarar í vaxtarræktarflokkum voru eftirfarandi: Unglingaflokkur karla 1. Valgeir Árnason 2. Alexander Rafn Gíslason -80 kg flokkur 1. Gauti Már Rúnarsson 2. Sigurður J. Kjartansson 3. Reynir Guðmundsson -90 kg flokkur 1. Alfreð Pálsson 2. Sigurður Gestsson 3. Svavar Smárason -100 kg flokkur 1. Magnús Bess Júlíusson 2. Garðar Ómarsson 3. Smári Kristinn Harðarsson Vaxtarrækt kvenna 1. Hrönn Sigurðardóttir 2. Elín María Leósdóttir Heildarsigurvegari Karla Magnús Bess Júlíusson
Keppendur í módelfitness voru allir hinir glæsilegustu og keppnin hörð. Úrslit urðu eftirfarandi: 1. Hugrún Árnadóttir 2. Berglind Ósk Ólafsdóttir 3. Bjarney Inga Óladóttir
Kristín Kristjánsdóttir sýndi fram á miklar bætingar frá því hún var að keppa á síðastliðnu ári. Hún á eflaust eftir að stefna á keppni á erlendri grundu á árinu, en úrslit í hennar flokki urðu eftirfarandi: 1. Kristín Kristjánsdóttir 2. Sólrún Stefánsdóttir 3. Rósa Björg Guðlaugsdóttir
Hörð keppni átti sér stað í flokki 40 ára og eldri. Sáralitlu munaði á milli Sigurðar Gestssonar og Smára Harðarssonar en úrslit í flokknum voru eftirfarandi. 1. Sigurður Gestsson 2. Smári Kristinn Harðarsson 3. Reynir Guðmundsson Sigurður keppti líka í -90 kg flokki þar sem Alfreð Pálsson sigraði. Á myndinni má sjá þegar Alfreð fagnaði sigrinum og „nuddaði“ Sigurði upp úr sigrinum. Nánari úrslit og mun fleiri myndir síðar…