_bag5715-copy2Í nærmynd er Viktor Berg keppandi í sportfitness.

Aldur og fyrri störf?

Ég er 23 ára gamall og starfaði í Hagkaup í skeifunni í 5 ár með skóla, færði mig svo yfir í Hreinsitækni og var aðstoðarmaður á dælubíl (sem er eins og risastór ryksuga fyrir kúk), færði mig svo yfir í sælgætisgerðina Freyju og var þar sendibílstjóri, vann mig svo upp í sölumann, hætti þar og starfa núna sem sölumaður hjá Pure Performance ehf sem er heildsala með fæðubótarefni á borð við Optimum Nutrition (Amino Energy & Gold standard whey prótein), BSN og Coldpress smoothies meðal annars.

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalin í 104 Reykjavík.

Fjölskylduhagir?

Ég leigi herbergi með kærustunni minni Írisi Ósk, hjá konu og syni hennar. Sonur hennar er reyndar staddur í Noregi eins og er og er bróðir minn, Marinó Berg og konan er móðir mín, Margrét Berg. Svo á ég líka æðislega tengdarforeldra og fleiri systkini (my  sister & brothers from another mother).

Helstu áhugamál?

Líkamsrækt á klárlega minn hug og hjarta eins og er, annars hef ég mjög gaman af því að fara á snjóbretti og hef almennt áhuga á að gera skemmtilega hluti.

Uppáhalds tónlist?

Er algjör alæta á tónlist en rapp, rokk, dubstep koma efst í huga.

Uppáhaldskvikmynd?

Ég er sucker fyrir svokölluðum B-myndum, þannig bókstaflega allar svoleiðis myndir.

Hvaða bók tækirðu með á eyðieyju?

Einhverja eftir Tony Robbins, hann er alvarlega hvetjandi.

Hvernig er fullkomin helgi?

Fullkomin helgi byrjar með solid vinnudag og helst góðum hádegisverði með vinnufélögum, svo tekur maður granítharða æfingu í Laugum, bombar beint í baðstofuna eftir æfingu. Á laugardeginum sefur maður smá út, vaknar og fær sér góðann morgunmat, tek kannski góða æfingu og svo er restin óvissa. Það er alltaf gaman að gera eitthvað frábrugðið því sem maður er vanur að vera alltaf að gera, annars væri solid að henda sér í bíó eða ísbíltúr með vinunum (bæði betra samt). Sunnudagurinn fer svo í smá hvíld, meal prep fyrir vikuna og kósý time.

Hver er uppáhalds veitingastaðurinn?

Serrano

Uppáhalds óholli maturinn?

Hamborgari, franskar (tómatsósa) og kók.

Uppáhalds holli maturinn?

Kjúklingur og hrísgrjón.

Hvenær ferðu á fætur á morgnana?

Í kringum sex leytið ef ég fer í morgunbrennslu, annars um hálf sjö.

Leikhús eða bíó?

Bíó allday!

Hvernig er týpýskur dagur hjá þér?

Mjög gróflega lýtur dagurinn svona út. Vakna, fer í vinnuna, fæ mér morgunmat þar, vinn til fjögur, fer heim eftir vinnu, pakka ræktardóti í tösku, blanda pre-workout og prótín, rúlla í Hafið fiskverslun til Elmars að sækja mér lax fyrir kvöldið, fer þaðan í World Class laugar, tek grimma æfingu, fer í sturtu, heim aftur, elda laxinn, borða laxinn, geri næsta dag tilbúinn (matarlega séð) og svo fer restin af kvöldinu yfirleitt í eitthvað þægilegt.

Dagblöð eða netið?

Netið.

Kjöt eða fiskur?

Fiskur.

Hvaða bók ertu með á náttborðinu?

Enga.

Hvað ætlarðu að gera á næstunni?

Halda áfram að gera mitt besta allra daga og vera góð fyrirmynd. Ég tek mögulega þátt á Bikarmótinu í Vaxtarrækt og Fitness sem verður haldið 19. nóvember n.k. og svo er ég, Íris, Sævar bróðir hennar og tengdó að fara til Spánar, Alicante um jólin sem verður frábært.