Í nærmynd er Kristjana Huld Kristinsdóttir sem jafnframt er á forsíðu blaðsins að þessu sinni. Hún hefur verið að keppa í módelfitness undanfarið og varð heildarsigurvegari á Íslandsmóti IFBB fyrr á árinu.

Hver er Kristjana Huld?

Ég heiti Kristjana Huld Kristinsdóttir, er 24 ára og starfa sem flugfreyja, vaktstjóri í World Class og hóptímakennari. Ég elska að ferðast og kynnast nýju fólki og það sem ég elska ennþá meira er fitness og allt sem tengist því. Ég á kærasta sem heitir Magnús Ársælsson og við búum í mjög notarlegu húsi í Garðarbænum.

Ég hef keppt mjög oft, því það sem er svo frábært við þetta sport er að þú ert alltaf að keppast við sjálfa þig og það er alltaf hægt að gera betur og bæta. Ég hef ekki alltaf náð þeim markmiðum sem ég vildi og hef þá þurft að bæta mig og er enn að bæta mig. Þetta er langtímahlaup en skemmtilegt langtímahlaup.

Á mótunum sem ég nefni hér náði ég sætum í mínum flokki sem er undir 169 sm flokkurinn í módelfitness.

2. sæti, Bikarmót IFBB á Íslandi 2015
1. sæti, Íslandsmót IFBB 2016
10. sæti, Arnold Classic, Ohio 2016
5. sæti, IFBB Diamond cup í Aþenu 2017
Heildarsigurvegari á Íslandi í módelfitness 2018
2. sæti í Svíþjóð á Grand Prix Bikinifitness 2018

Uppáhalds tónlist?

Erfið spurning þar sem ég elska tónlist og á mjög erfitt með að velja eitthverja eina sérstaka. En ef ég ætti að velja uppáhalds söngkonu væri það Beyoncé.

Áttu þér uppáhalds fyrirmynd?

Ellen Elsa, móðir mín og faðir Kristinn Vignir. Einnig lít ég upp til þjálfarans míns hans Jóhanns Norðfjörð. Þau eru svo sterkar og sjálfstæðar manneskjur sem hafa kennt mér svo margt í gegnum lífið. Ekki bara hvernig maður gerir hlutina heldur hvernig þú hugsar.
Því eins og við vitum – hugurinn ber þig hálfa leið.

Hvaða bók hefur kennt þér mest í lífinu?

Secret

Hvaða bók ertu með á náttborðinu?

Því miður enga. Ég veit. Þarf að vera duglegri að lesa.

Hvað heldurðu að þú verðir að gera eftir 10 ár?

Atvinnumaður í fitness og rek mitt eigið fyrirtæki.

Hvernig er hin fullkomna helgi?

Byrja daginn í ræktinni, fer svo í spaið, fæ mér hollan mat og nýt þess að vera heima hjá mér í afslöppun. Einnig finnst mér yndislegt að hitta vini og fjölskyldu.

Uppáhalds óholli maturinn?

Sushi á Nu asian fusion.

Uppáhalds holli maturinn?

Fiskur frá Hafinu.

Uppáhaldsíþróttamaður?

Margrét Edda Gnarr

Hvernig er dæmigerður dagur hjá þér?
Fer eftir því hvort ég er að vinna eða ekki en þegar ég er á landinu þá er það fyrsta sem ég geri að elda mér hafragraut og dagurinn snýst alltaf mest megnis um að fara á æfingu því mér finnst dagurinn ekki byrja fyrr en ég tek æfingu. Svo elska ég að hitta fjölskyldu, kærastann og vini. Hef einnig mikinn áhuga á innanhúsarkitektúr og hef verið að dunda mér svolítið í því heima.

Kjöt eða fiskur?

Allan tíman fiskur.

Uppáhaldsdrykkur?

Auðvitað Celsius.

Hvert færirðu í draumaferðalaginu?

Annað hvort til Mexícó eða Ítalíu get ekki valið hvort.

Hvað ætlarðu að gera á næstunni?

Er eftir að ákveða á hvaða móti ég keppi en ég stefni á atvinnumanninn í bikinifitness, einnig stefni ég á fyrstufreyjuna í háloftunum.