Í nærmynd er Karen Lind Arnardóttir

Hver er Karen Lind?

Ég er 19 ára að verða 20 ára núna í apríl og er að klára stúdentinn í vor úr Menntaskólanum á Akureyri. Samhliða skólanum vinn ég sem þjónn.

Hvernig æfir þú og hversu mikið?
Ég æfi 5-6 sinnum í viku, 1 og hálfan tíma hvert skipti. Einu sinni í viku tek ég hreina brennslu en hina dagana lyfti ég.

Hefurðu sett þér ákveðin markmið með æfingunum?
Ég æfi til að halda mér í formi og til að viðhalda andlegri og líkamlegri heilsu.

Hvaðan ertu?
Ég er fædd og uppalin á Akureyri.

Fjölskylduhagir?
Foreldrar mínir eru Örn Arnar Óskarsson og Þórdís Ósk Sævarsdóttir, svo á ég tvö yngri systkini sem heita Aron Örn og Nína Rut.

Helstu áhugamál?
Hef mjög gaman af því að ferðast til útlanda, vera með vinum og fjölskyldu, svo bara allt sem tengist hreyfingu.

Uppáhalds tónlist?
Frá því að ég var sirka 13 ára þá hefur Justin Bieber verið minn uppáhalds söngvari og hlustaði ekki á annað, en það er búið að breytast. Í dag hlusta ég á mjög fjölbreytta tónlist, og hef áhuga á allskyns tónlist.

Uppáhaldskvikmynd?
Á enga eina uppáhalds kvikmynd, en chickflicks myndir eru í miklu uppáhaldi hjá mér.

Hvaða bók tækirðu með á eyðieyju?
Ég er ekki mikið í því að lesa bækur, en ef ég þyrfti að taka bók með mér þá yrði það líklega einhver góð spennubók eftir Arnald.

Hvað ætlar þú að vera að gera eftir 10 ár?
Verð vonandi komin með gott starf og fjölskyldu, en hef ekki mikið fleiri plön eins og er.

Hvernig er fullkomin helgi?

Sofa út, fara á æfingu og njóta með vinum.

Hver er uppáhalds veitingastaðurinn?
Verð að segja RUB23 eða Strikið, sushi-ið þar er það besta í bænum.

Uppáhalds óholli maturinn?
Minn uppáhalds matur er pizza, og finnst mér pizzurnar frá Dominos bestar eða heimagerðu ostapizzurnar.

Uppáhalds holli maturinn?

Eggjakaka eða kjúklingur.

Hvenær ferðu á fætur á morgnana?
Á virkum dögum fer ég á fætur 07:30 fyrir skóla, en um helgar þá leyfi ég mér að sofa út til svona 12:00.

Leikhús eða bíó?
Alltaf bíó.

Uppáhaldsíþróttamaður?
Ætli það sé ekki Mohamed Salah, framherji Liverpool.

Hvernig er dæmigerður dagur hjá þér?
Virkir dagar hjá mér eru mjög venjulegir, vakna 07:30, græja mig fyrir skóla, mæti 08:15 og reyni að komast á æfingu í hádeginu en annars fer ég alltaf á æfingu beint eftir skóla. Fer svo heim og borða kvöldmat og annaðhvort læri eða hitti vini.

Kjöt eða fiskur?
Klárlega kjöt.

Uppáhaldsdrykkur?
Drekk mest vatn, en ég elska Nocco.

Hvaða bók ertu með á náttborðinu?
Er sjaldnast með bækur á náttborðinu en eins og er er það To Kill A Mockingbird, ástæðan fyrir því er að það er námsbók.

Hvað drekkurðu marga kaffibolla á dag?
Ég drekk ekki kaffi, finnst það mjög vont.

Hver er draumaborgin til að ferðast til?
Er mjög mikill ferðalangur og hef áhuga á svo mörgum stöðum í heimunum, en ég held að New York, Róm og París séu draumaborgirnar til að ferðast til sem ég hef ekki enn séð

Hvað ætlarðu að gera á næstunni?
Ég er að fara til London með vinkonum mínum, svo mun ég útskrifast úr Menntaskólanum á Akureyri í júní. Í sumar ætla ég svo að vera dugleg að vinna, þar sem ég og vinkona mín ætlum í heimsreisu í byrjun Janúar 2019. Svo er ég ekki búin að plana mikið meira fram í tímann.