madur_sixpack_peysaFlest æfingakerfi byggjast á að taka nokkrar lotur af sömu æfingunni og byrja á að taka léttar þyngdir en auka þær jafnt og þétt þar til að í síðustu lotunni er mesta þyngdin tekin. Athyglisverð rannsókn vísindamenn í Brasilíu gerðu sýndi fram á að nýmyndun vöðva var meiri þegar byrjað var á að taka eina lotu með léttri þyngd, einungis 20% af hámarksgetu þar til gefist var upp.

Rannsóknin fólst í því að ungir karlmenn æfðu í átta vikur í fótabekk fyrir framan. Æfingakerfið byggðist á að taka þrjár lotur og 12 endurtekningar með 75% hámarksþyngdar. Fyrir hverja æfingu tók annar hópurinn eina lotu í fótabekknum með létta þyngd þar til gefist var upp. Síðan voru hefðbundnar lotur teknar. Hópurinn sem tók léttu lotuna á undan náði töluvert betri árangri en samanburðarhópurinn sem æfði eftir hefðbundnum aðferðum. Ekki liggur fyrir hvort niðurstöðurnar eigi einungis við um þá sem eru í hóflegri þjálfun eða hvort heimfæra megi þær á líkamsræktarfólk sem tekur alhliða æfingar.
(European Journal of Applied Physiology, vefútgáfa 10 mars 2015; Annals of Internal Medicine, 162: 326-334, 2015)