Aðstandendur fitness.is byrjuðu að halda fitnesskeppnir árið 1994. Skemmst er frá að segja að aldrei hafa jafn margir keppendur tekið þátt í fitness og nú í ár.Alls eru að keppa um 70 keppendur um Fitnesshelgina sem fram fer um páskana á Akureyri. Ef frá eru taldir vaxtarræktarkeppendur er um að ræða 57 keppendur í fitness. Þar af eru 32 konur sem er mun meiri fjöldi kvenna en áður. Það er því ekki bara gott veður og mikill snjór sem laðar að ferðamenn til Akureyrar um páskana.