Meat (22)Samkvæmt rannsókn undir forystu Myriam Afeiche og félaga við Lýðheilsuháskóla Harvard er samband á milli neyslu á rauðu kjöti og fárra og óeðlilegra sáðfrumna í samanburði við karlmenn sem borða lítið af rauðu kjöti. Sæðisgæðin eru í beinu samhengi við frjósemi og hæfileika karlmanna til að geta konu barn. Í sömu rannsókn kom í ljós að sæðisgæði eru betri hjá þeim karlmönnum sem borða mikið af fiski. Hinsvegar var ekki hægt að sjá samband á milli fituneyslu eða mettaðrar fitu. Tekið er fram að neysla á rauðu kjöti veldur ekki endilega frjósemisvandamálum. Fyrst og fremst var sýnt fram á að það eru tengsl þar á milli.
(Epidemiology, 25: 323-330, 2014)