Haldin verður fitness- og vaxtarræktarkeppni 4. nóvember í Reykjavík. Keppt verður í fitness karla og kvenna samkvæmt reglum IFBB. Einnig verður keppt í módelfitness kvenna. Ekki verður keppt í hindranabraut og ekki í æfingum. Er því um nákvæmlega sömu framkvæmd á mótinu að ræða og tíðkast á alþjóðlegum mótum hjá IFBB.Mikill áhugi er meðal keppenda hjá IFBB á að keppa á haustmóti sem haldið yrði á höfuðborgarsvæðinu og má búast við mikilli uppákomu. Undanfarin ár hefur Íslandsmót IFBB verið haldið um Páskana á Akureyri. Þangað hafa allir bestu keppendur landsins stefnt og ætla má að margir af þeim bestu verði með 4. nóvember þar sem sumir ætla að stefna á Norðurlandamótið sem haldið verður 21. október í Svíþjóð. Keppt verður eftir sömu reglum í módelfitness og gert var á Íslandsmótinu um Páskana. Keppendur sem eru áhugasamir um að taka þátt geta kynnt sér reglurnar á fitness.is. Í vaxtarræktinni verður keppt í tveimur þyndarflokkum karla. Yfir og undir 85 kg. Í kvennaflokki verður keppt í einum opnum flokki. Í fitness karla og kvenna gilda sömu reglur og á Íslandsmótinu um Páskana. Skráningar keppenda hefjast hér á fitness.is í byrjun september.