Í fitnesskeppni karla samanstendur keppnin af fjórum „innkomum“ á sviði. 1. Hindranabraut og æfingar. 2. Fjórðungssnúningar og sjö skyldustöður. 3. Sjö skyldustöður og „posedown“.Það að framkvæma skyldustöður tilheyrði lengi vel eingöngu vaxtarrækt. Skyldustöður keppenda eru sjö: 1. Tvíhöfðar að framan. (Front double bicep). 2. Mittisstaða að framan.(Front lat spread) 3. Hliðarstaða. (Side chest). 4. Tvíhöfðar og bak. (Back double biceps). 5. Mittisstaða bak. (Back lat spread). 6. Þríhöfði. (Side triceps). 7. Magi og fætur. (Abdominals and thighs). Sjá nánar í alþjóðlegu reglunum sem finna má í skjalasafninu hér á fitness.is. Þær eru enn sem komið er á ensku og verður keppnin hérlendis dæmd samkvæmt þeim en til viðbótar kemur hindranabraut. Í PDF skjalinu er að finna myndir af skyldustöðunum. Nánari upplýsingar veitir Einar Guðmann í síma 846 1570.