Sú breyting hefur verið gerð á reglum fyrir keppendur í módelfitness um Páskahelgina að þeim er leyfilegt að koma fram í íþróttagalla sem er merktur æfingastöðinni sem þeir æfa í. Áður var eingöngu leyfilegt að merkja fatnaðinn með merki framleiðanda hans. Er þetta gert til þess að auðvelda keppendum að mæta kostnaði við keppnina.