Um síðustu helgi lauk fjölmennasta Norðurlandamóti frá upphafi þar sem 110 keppendur komu saman í Helsinki í Finnlandi. Íslendingar gerðu góða ferð á mótið þar sem Rannveig Kramer keppandi í fitness hafnaði í þriðja sæti í sínum flokki.Magnús Bess Júlíusson sem sömuleiðis komst í úrslit í undir 100 kg flokki í vaxtarrækt hafnaði í sjötta sæti.

Þetta er tvímælalaust einn besti árangur sem íslendingar hafa náð á sambærilegum alþjóðlegum mótum í fitness og vaxtarrækt. Þessi árangur er gott innlegg í Bikarmótið sem nálgast og verður haldið 19-20. nóvember. Þar munu bæði Magnús og Rannveig keppa.