Íslensku keppendurnir í vaxtarrækt og fitness voru að spóka sig í góða veðrinu í Ringsted í Danmörku í dag þegar meðfylgjandi mynd var tekin. Í kvöld er vigtun og skráning keppenda, en sjálf keppnin er á morgun, laugardag.Tæplega 50 keppendur keppa á Loaded Cup sem fram fer í Ringsted í Danmörku um helgina. Spennandi verður að sjá hvernig íslensku keppendum vegnar þar sem þeir standa frammi fyrir erfiðri keppni. Öll eru þau þó í frábæru formi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í dag. Á myndina vantar Kristján Samúelsson en hann keppir í fitness karla. Hann ku hafa bætt sig mikið á milli ára og á titil að verja þar sem hann sigraði á þessu móti á síðasta ári. Í fitnesskeppni karla eru þyngdartakmarkanir á keppendum en Kristján þurfti að létta sig töluvert til þess að verða gjaldgengur í flokkinn. Með langdvölum í gufu í dag tókst honum hinsvegar að ná tilætlaðri þyngd þó naumt væri.