Um helgina fer fram Loaded Grand Prix keppni í Danmörku. Þrír íslenskir keppendur halda utan til að keppa þar í fitness og vaxtarrækt.Sigurður Gestsson sem er í sínu allrabesta formi keppir í vaxtarrækt ásamt Magnúsi Bess sem gerði stóra hluti á erlendum mótum á síðasta ári. Heiðrún Sigurðardóttir mun keppa í formfitness og búist er við mjög harðri keppni, enda mæta þarna margir af bestu keppendum Norðurlandana. Fitness.is fylgist með mótinu og við munum flytja fréttir af gengi íslensku keppendana um leið og þeir stíga af sviði um helgina. Ætla má að fleiri keppendur haldi utan til keppni í maí þar sem Grand Prix mótaröðin í fitness og vaxtarrækt verður í gangi út mai. 28. apríl Grand Prix Loaded Cup Danmörku 6. mai. Oslo Grand Prix Noregi 19. maí. Grand Prix Nutrition Outlet Svíþjóð 28. maí. Evrópumót IFBB í fitness og vaxtarrækt á Ítalíu. 21. sept. Heimsmeistaramót í fitness og vaxtarrækt á Spáni. 10. nóv. Heimsmeistaramót unglnga og öldunga á Sikiley. Í öllum þessum keppnum er keppt bæði í fitness og vaxtarrækt. Það er því nóg framundan fyrir íslenska keppendur.