Borist hafa skráningar frá Noregi, Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð á Norðurlandamót alþjóðasambands líkamsræktarmanna. Í stuttu máli mætir flottur hópur íþróttamanna á Norðurlandamótið og hellingur af þjálfurum og fylgifiskum með þeim. Birtur verður listi yfir keppendur hér á fitness.is innan skamms.