Stórviðburður er í vændum fyrir áhugasama um líkamsrækt. Norðurlandamót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna (IFBB) mun að þessu sinni fara fram hér á landi. Ætla má að sterkustu keppendur norðurlandana komi til með að mæta til keppni í Háskólabíói 19. október en þar mun keppnin fara fram.Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Vaxtarrækt karla -80kg,-90kg,-100kg og +100kg Vaxtarrækt kvenna einn opinn flokkur Fitness karla einn opinn flokkur Fitness kvenna einn opinn flokkur Vaxtarrækt karla eldri en 40 ára Fitness kvenna eldri en 35 ára Hvert land má senda tvo keppendur í hvern flokk. Landið sem heldur keppnina má hinsvegar senda þrjá keppendur í hvern flokk. Ekki liggur fyrir hverjir munu keppa fyrir Íslands hönd, en keppendur sem hafa áhuga á að keppa á Norðurlandamótinu geta sótt um það með því að senda tölvupóst á keppni@fitness.is Keppendalisti mun liggja fyrir um 7. júlí. Vinsamlegast sendið inn nafn, kennitölu, netfang, síma og keppnisflokk. Einungis er hægt að keppa í einum flokki.