Modelfitness_GH14915Næsta norðurlandamót verður haldið hér á landi. Vaninn er að mótið fari fram þriðju helgina í október, en þar sem hugsanlegt er að heimsmeistaramótið í fitness karla muni fara fram á þeim tíma er líklegt að mótið verði fært aftar um eina viku. Það fer því fram annað hvort 18. eða 25. október 2014. Beðið er eftir staðfestingu á því hvar og hvenær heimsmeistaramótið í fitness karla verði haldið en að því loknu er hægt að negla niður tímasetninguna. Nú þegar hefur fjöldi íslenskra keppenda sótt um að fá að taka þátt í mótinu, enda ekki á hverjum degi sem alþjóðleg mót eru haldin hér á landi.