Íslandsmótið í fitness og vaxtarrækt 2012Ein af grundvallarreglunum í þjálfun er sú að þjálfa líkamann á þann hátt sem óskað er erfir að hann aðlagist. Það segir sig því sjálft að vaxtarræktar- eða kraftlyftingamaður hleypur ekki maraþon einu sinni í viku. Ef sú yrði raunin myndi hvorugur þeirra aðlaga líkamann að þeim kröfum sem ætlast er til af íþróttamönnum í þessum keppnisgreinum. Styrktaræfingar örva ferli í líkamanum sem hvetja til vöðvauppbyggingar, styrktaraukningar og krafts á meðan þolæfingar örva annað og óskylt ferli sem eflir hvatbera frumna og eflir orkubúskap vöðvana.

Rannsókn við sænsku íþrótta- og heilbrigðisakademíuna bendir til að nýmyndun prótína breyttist ekki þegar æft var eftir æfingakerfum sem byggðu á mörgum endurtekningum annars vegar og fáum hinsvegar þrátt fyrir að samhliða væri tekin 30 mínútna þolæfing á þrekhjóli. Hinsvegar höfðu styrktaræfingarnar bælandi áhrif á þá ferla sem byggja upp þol í líkamanum þegar þær voru æfðar saman. Rannsóknin þótti áhugaverð og vönduð og hefur vakið athygli þar sem hún kemst ekki að sömu niðurstöðu og fjölmargar aðrar rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessu sviði.

(American Journal of Physiology, vefútgáfa 30. apríl 2013)