Garðar Ómarsson (Gasman)
Garðar Ómarsson (Gasman)

Garðar Ómarsson (Gasman) keppti á Heimsmeistaramótinu í fitness sem haldið var um síðustu helgi í St. Poelten í Austurríki. Garðar keppti í yfir 180 sm flokki með 27 keppendum og hafnaði þar í 15. sæti og komst þannig í úrslit. Fimmtán efstu komast áfram í úrslit og fá sæti og verður þessi árangur Garðars því að teljast góður í ljósi styrkleika flokksins. Garðar var í jafnvel enn betra formi en hann var á síðastliðnu Bikarmóti.  Hugsanlegt er að Garðar muni stefna á fleiri erlend mót á næstunni.

Myndir frá mótinu.