Óhófleg notkun ljósalampa eða sólböð eru talin eiga stóran þátt í aukinni tíðni húðkrabbameins hér á landi. Ennfremur eru sólböð litin hornauga vegna þess að þau hraða öldrun húðarinnar. Þetta hefur haft í för með sér þróun og framleiðslu sífellt fullkomnari sjálfbrúnandi krema sem eiga að leysa sólböðin af hólmi. Mikil framþróun hefur átt sér stað í framleiðslu þessara sjálfbrúnandi krema og í dag eru krem eins og St. Tropez laus við að mynda rendur, hvíta flekki eða appelsínugulan lit þegar það er borið á húðina. St. Tropez kremið er vel heppnað krem sem er laust við þessi vandamál fyrirrennara sinna enda er það mun þróaðra og fullkomnara.
St. Tropez kremið er litað með jurtalitarefnum þannig að auðvelt er að sjá hvar það hefur verið borið á húðina. Þannig er tryggt að ekkert svæði verður útundan og hvítu skellurnar heyra sögunni til. Engu skiptir hversu þykkt lag er borið á húðina, því styrkleiki brúna litarins verður alltaf sá sami. Svo lengi sem kremið er borið á allt yfirborð húðarinnar verður liturinn jafn og fallega brúnn um allan líkamann. St. Tropez vörurnar innihalda Aloe Vera sem dýpkar brúna litinn og gerir það að verkum að óþarfi er að nudda kreminu inn í húðina, þar að auki er engin hætta á appelsínugulri slikju.