be1c4f3cab5b32cdf031c44698cbd76dUm helgina sigraði Margrét Gnarr Nordic Pro mótið sem fram fór í Lahti í Finnlandi. Mættust þar atvinnumenn úr ýmsum áttum en þessi sigur Margrétar er líklega einn stærsti sigur hennar á ferlinum en þetta er þriðja atvinnumannamótið sem hún sigrar á þessu ári. Við báðum Margréti að segja okkur frá mótinu.

b4e740cccea9b85f37d4efef2b2977f9

Hvað geturðu sagt okkur um Nordic Pro?

Ég var að keppa á Nordic Pro sem er partur af Nordic Fitness Expo. Nordic Fitness expo er stór fitnessviðburður í Finnlandi og 3 fitness og vaxtarræktar mót eru haldin þá helgi á hverju ári. Nordic Pro fyrir atvinnukeppendur frá öllum heimshornum, Ben weider Legacy fyrir amateur keppendur frá öllum heimshornum og Finnska meistaramótið fyrir amateur keppendur frá Finlandi. K.P Ourama er mótshaldarinn fyrir Nordic Fitness Expo og er hrikalega vel haldið utan um allt. Þetta er án efa uppáhalds mótið mitt á árinu en ég hef keppt einu sinni áður árið 2014.

b43d6cffd9f6785f7669699022fe59c1

Áttirðu von á sigri?

Nei ég átti ekki von á því að sigra. Mig langaði ótrúlega mikið að sigra, Það var draumurinn. Ég var búin að heyra að mér væri spáð top sæti og jafnvel sigri en maður veit þó aldrei. Allt getur gerst og ég var búin að ákveða fyrirfram að sama hvað gerist þá ætlaði ég að vera glöð með sjálfa mig og njóta þess að fá að gera það sem ég elska.

2016-10-09-07-49-59

Breyttirðu einhverju í undirbúningi frá Ms Olympía?

Undirbúningurinn fyrir Nordic Pro var ekkert svo frábrugðin undirbúninginum fyrir Olympia. Þjálfararnir mínir hjá Team Edge bættu inn auka 30 mín brennslu 3x í viku en annars var ég að lyfta þungt og þau bættu aðeins meir af kolvetnum í mataræðið mitt.

77b5773946fc7ccbdfde9b349e2ff6d4

Hvað er næst á dagskrá hjá þér?

Það sem tekur við núna er keppnisfrí í nokkra mánuði. Ég mun allavega ekki vera í niðurskurði yfir jólin í þetta sinn. Ég ætla að einbeita mér að vinnunni minni og félagslífinu. Maður á sér ekki mikið félagslíf þegar maður er í niðurskurði svo ég ætla að rækta það. Ég ætla að taka að mér verkefni tengd vinnunni sem ég gat ekki tekið að mér meðan ég var í niðurskurði og hlakka ég til að takast á við þau verkefni. Ég ætla að bæta í þjónustur þegar það kemur að þjálfuninni minni en ég rek mitt eigið fjarþjálfunarfyrirtæki sem heitir Mþjálfun www.mthjalfun.is . Gæti svo vel verið að ég skelli mér til útlandana í frí með kærastanum.