Þrátt fyrir að hafa séð Mel Gibson í „What women want“ er ekki víst að þú hafir áttað þig á lykilatriðinu í sambandi við það að ná til kvenna. Kysstu hana sauðurinn þinn! Það er kjarni málsins. Eitt af því helsta sem konur kvarta undan í fari karlmanna er að þeir kyssi ekki nógu mikið og þegar það gerist sé það illa gert. Þrjár af hverjum fjórum konum segja að koss sé innilegri en samfarir. Í flestum sjálfshjálparbókum um kynlíf segir svo frá að ef karlmenn ætli sér að verða ágengt með konur, þurfi þeir að læra að kyssa almennilega. Ef þeir kunna það ekki er ólíklegt að framhald verði á sambandinu. Flestar konur halda því fram að þær fái ekki nóg af kossum og faðmlögum, sérstaklega þegar sambandið hefur varað í langan tíma. Kossar og faðmlög eru ágæt leið til þess að endurlífga sambandið. Karlar hugið að því hvort þið standið ykkur í þessum málum og eyðið jafn miklu púðri í það og í að læra rétta æfingatækni í tækjasalnum.

 

USA Today, 10. jan 2001)