Íslendingar gerðu það gott á heimsleikunum í Crossfit þar sem þeir voru áberandi í baráttunni um efstu sætin. Katrín Tanja Davíðsdóttir sigraði einstaklingskeppnina en þetta er í annað sinn sem henni tekst að landa sigri á heimsleikunum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í þriðja sæti en hún var eins og Katrín Tanja í baráttunni um efstu sætin á síðasta ári líka.

Annie Mist Þórisdóttir blandaði sér í baráttuna um efstu sætin en endaði í þrettánda sæti. Þuríður Erla Helgadóttir hafnaði í 19. sæti en íslenskir keppendur voru áberandi í efstu sætum.

Hægt er að skoða myndbönd frá keppninni á Youtube síðu Crossfit games sem er að finna hér https://youtu.be/U1-Qi2xGD94