Misc Food (40)Lífsstíll aðventista er frábrugðinn hinum hefðbundna vestræna lífsstíl sem hefur gefið vísindamönnum tækifæri til að rannsaka áhrif mataræðis þeirra á heilsu. Það hefur leitt í ljós a grænmetisætur sem borða líka fisk eru í 40% minni hættu en aðrir til að fá ristilkrabbamein í samanburði við fólk sem borðar blandað mataræði. Almennt eru grænmetisætur ólíklegri til að fá ristilkrabbamein en aðrir. Jafnvel þeir sem hafa verið grænmetisætur tímabundið eru líka í minni hættu gagnvart ristilkrabbameini en aðrir. Rannsóknin sem tók sjö ár náði til 77.000 manns. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að æfingar draga einnig úr líkunum á ristilkrabbameini.
(Journal American Medical Association Internal Medicine, vefútgáfa 9. mars 2015)