Sigurður Gestsson
Sigurður Gestsson
aDSC_0123
Kristín Kristjánsdóttir

Heimsmeistaramóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna lauk um helgina í Agrigento á Sikiley. Íslensku keppendurnir þau Kristín Kristjánsdóttir sem keppti í fitness kvenna eldri en 35 ára og Sigurður Gestsson sem keppt í flokki 40  50 ára í vaxtarrækt komust hvorugt í úrslit að þessu sinni.Á mótinu eru rúmlega 200 keppendur frá 36 löndum að þessu sinni og óhætt er að fullyrða að flokkar þeirra Sigurðar og Kristínar eru óhemju sterkir eins og sjá má af meðfylgjandi myndum. Sigurður sem vanalega keppir í undir 80 kg flokki vigtaðist tveimur kílóum of þungur fyrir þann flokk þannig að hann neyddist til að keppa með sér mun þyngri mönnum í undir 90 kg flokki.
Í flokki Kristínar voru fjölmargir keppendur sem meira eða minna eru sigurvegarar frá sínu landi og átti hún því við erfiða andstæðinga að etja. Hún var hinsvegar í frábæru formi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Í næstu viku má búast við fjölda mynda frá heimsmeistaramótinu sem segja meira en þúsund orð um það hversu öflug keppni þetta var að þessu sinni.

aDSC_0222Sigurvegarar í -90 kg flokknum sem Sigurður Gestsson keppti í. Þarna eru engir aukvisar á ferð.