Kristín Kristjánsdóttir og Sigurður Gestsson
Kristín Kristjánsdóttir og Sigurður Gestsson
Kristín Kristjánsdóttir og Sigurður Gestsson
Kristín Kristjánsdóttir og Sigurður Gestsson
Kristín Kristjánsdóttir
Kristín Kristjánsdóttir

Íslensku keppendurnir eru komnir til Agrigento á Sikiley þar sem heimsmeistaramótið í fitness og vaxtarrækt fer fram. Þar er sól og sumar ólíkt því sem er heima á Íslandi og voru Kristín og Sigurður að æfa stöður fyrir utan keppendahótelið þegar ljósmyndari Fitnessfrétta smellti af þeim nokkrum myndum.Kristín sem var að keppa um síðustu helgi á bikarmóti Alþjóðasambandsins í líkamsrækt er í dag i sínu besta formi. Keppt er í unglingaflokkum og meistaraflokkum – eða flokkum 35 ára og eldri á þessum heimsmeistaramóti og er ljóst að keppnin kemur til með að verða mjög hörð hjá Kristínu og Sigurði.
Ljóst er að á þriðja hundrað keppendur koma til með að keppa í forkeppninni á morgun, laugardag, en einungis 15 efstu í hverjum flokki komast áfram í úrslitakeppnina sem síðan fer fram á sunnudag.
Við munum senda inn myndir frá keppninni á laugardagskvöld og þá liggur líklega fyrir hvort þau Kristín og Sigurður komist áfram í úrslitakeppnina.