Dagana 5.-6. apríl fer fram Íslandsmót IFBB í fitness, módelfitness og vaxtarrækt í Háskólabíói. Keppt verður á tveimur dögum þar sem gert er ráð fyrir miklum keppendafjölda. Á síðasta Bikarmóti sem haldið var í Nóvember kepptu 109 keppendur sem var þátttökumet.

Skráningar eru hafnar á Íslandsmótið hér á fitness.is og finna má sérstakt skráningarform efst á síðunni. Nýi fitness.is vefurinn hefur þegar þetta er skrifað einungis verið í loftinu í sólarhring eða svo, en engu að síður hafa nú þegar 30 keppendur skráð sig á Íslandsmótið. Skráningum lýkur föstudaginn 16. mars sem þýðir að þeim lýkur þremur vikum fyrir mótið. Þeir sem ætla að keppa vita líklega með mun meiri fyrirvara hvort stefnt sé á keppni eða ekki. Það væri því vel þegið að keppendur myndu skrá sig sem allra fyrst.

Ætlunin er að kanna áhuga á að keppa í íþróttafitness karla og kvenna ef næg þátttaka fæst í þá keppnisflokka.  Í þeim keppnisflokki er byrjað á að keppa í upptogi, dýfum og Concept2 róðravél. Þeir sem eru í sex efstu sætunum eftir þær þrautir fara áfram í samanburð.

Nákvæm dagskrá verður birt fljótlega en keppt verður í módelfitness á fimmtudeginum og fitness og vaxtarrækt á föstudeginum. Dagskráin verður svipuð og á síðasta Íslandsmóti.