Innlit í ísskápinn hjá Arnold Schwartzenegger

Hann er engum líkur. Hann er fyrirmynd margra og hefur haft mikil áhrif á heiminn. Arnold Schwartzenegger er 72 ára og ber aldurinn vel. Hann hóf ferilinn sem vaxtarræktarmaður, varð frægur sem slíkur og þar liggja hans rætur eftir farsælann feril sem leikari og stjórnmálamaður.

Men´s Health er með skemmtilega þætti þar sem kíkt er í ísskápinn og æfingasalinn hjá fræga fólkinu „Gym & Fridge“ heita þeir.

Arnold á stórskemmtilega innkomu þar sem hann blandar einstakan prótíndrykk og uppljóstrar því að hann sé orðinn 80% Vegan. Kappinn æfir á hverjum degi eldsnemma á morgnana í æfingasalnum, hjólar mikið og fer jafnvel á auka-æfingar seinnipart dags.

Myndbandið segir alla söguna. Arnold er skilgreiningin á því hvað það er að vera harðjaxl.