Heiðrún Sigurðardóttir Íslandsmeistari í Íþróttafitness.Vefsetrið physiquephotographer.com hefur birt myndir af Heiðrúnu Sigurðardóttur Íslandsmeistara í Íþróttafitness. Er Heiðrúnu gert hátt undir höfði á vefsetrinu enda er hún þar í félagsskap fremstu keppenda í heiminum í fitness sem og vaxtarrækt. Það er ljósmyndarinn Roland Walliser sem tók myndirnar á heimsmeistaramótinu sem haldið var í Santa Susanna á Spáni síðastliðið haust og óhætt er að segja að Heiðrún hafi myndast frábærlega.

Heiðrún var mjög vinsæl meðal ljósmyndara á heimsmeistarakeppninni, enda geislar af henni hvar sem hún fer. Meðfylgjandi mynd tók Einar Guðmann við sama tækifæri og mega lesendur búast við fleiri myndum í næsta eintaki Fitnessfrétta. Hægt er að skoða myndirnar eftir Roland Walliser með því að skoða physiquephotographer.com.