Keppni í fitness lauk í dag á Oslo Grand Prix mótinu í Noregi. Fjórir íslenskir keppendur tóku þátt og koma heim með eitt silfur og eitt brons. Guðrún H. Ólafsdóttir fékk silfur í undir 163 sm flokki og Inga Sólveig Steingrímsdóttir fékk brons í sama flokki. Þær Kristín Kristjánsdóttir og Rósa Björg Guðlaugsdóttir kepptu í yfir 163 sm flokki en komust ekki í fimm manna úrslit eftir erfiða keppni.Í gær fór fram keppni í vaxtarrækt þar sem íslendingunum gekk mjög vel. Alls kemur þessi sjö manna hópur því heim með þrjú silfur og tvö brons sem verður að teljast frábær árangur á þessu alþjóðlega móti.