Sjö Íslendingar héldu til Noregs fyrir helgi til þess að keppa í vaxtarrækt og fitness á Oslo Grand Prix 2008. Í dag, laugardag fór fram keppni í vaxtarrækt og á morgun, fer fram keppni í fitness kvenna.Magnús Bess Júlíusson fékk silfur í dag í -100 kg flokki, Guðmundur Bragason fékk sömuleiðis silfur í -90 kg flokki og Sigurður Kjartansson brons í -90 kg flokki. Sigurður Gestsson sem keppti í -80 kg flokki sem var fjölmennastur hafnaði í 5 sæti. Þessi árangur verður að teljast frábær hjá íslendingunum. Á morgun, sunnudag keppa þær Kristín Kristjánsdóttir, Rósa Björg Guðlaugsdóttir og Guðrún H. Ólafsdóttir í fitness. Þegar úrslit verða ljós munum við varpa þeim samstundis fram hér á fitness.is.