Alls eru skráðir um 70 keppendur á Íslandsmótið í fitness, vaxtarrækt og í Módelfitness sem haldið verður um Páskana á Akureyri. Það er því orðin ærin ástæða að skella sér á skíði og á Íslandsmótið fyrir norðan.Hvað það er sem þakka má þessa frábæru þátttöku í öllum keppnisgreinum á Íslandsmótinu er erfitt að segja. Í fitness kvenna eru skráðir 23 keppendur sem skiptast þannig að 10 keppa í opnum flokki, 6 í flokki 35 ára og eldri og 7 í unglingaflokki. Í karlaflokki í fitness eru 20 keppendur, þar af 3 í flokki 40 ára og eldri og 6 í unglingaflokki. Í Módelfitness keppa 10 keppendur og á Íslandsmótinu í vaxtarrækt eru 17 keppendur sem er veruleg aukning frá síðasta ári. Keppendum er bent á að ákveðið hefur verið að leyfilegt sé að keppa bæði í fitness og vaxtarrækt. Íslandsmótið í vaxtarrækt verður haldið á föstudeginum og Íslandsmótið í fitness daginn eftir. Ef einhverjir keppendur vilja það skulu þeir skrá sig aftur hér á fitness.is en þeir greiða einungis eitt keppnisgjald.