Á næstu vikum og mánuðum er fjöldi erlendra móta á döfinni sem íslenskir keppendur stefna á. Það er því gríðarleg gróska í keppnisferðalögum þessa dagana. Hér á eftir er úttekt á því hvaða mót eru framundan.Haldin eru tvö mót í Austurríki á hverju ári. Síðastliðið vor keppti Kristín Kristjánsdóttir í fitness á þessu móti með frábærum árangri þegar hún sigraði sinn flokk en ekki er líklegt að íslenskir keppendur muni keppa þar þetta árið.  Það verður erfitt að toppa árangur Kristínar á þessu móti þar sem þetta var í fyrsta skipti sem íslendingur sigrar opinn flokk á alþjóðlegu líkamsræktarmóti.
Þær Rannveig Kramer og Guðrún Ólafsdóttir stefndu á heimsmeistaramótið en ætla þess í stað að keppa á Arnold Classic Europe mótinu í Madríd helgina á undan. Þessi mót verða eflaust svipuð að styrkleika þar sem reikna má með að margir keppendur ætli að keppa á báðum mótunum.
Íslenskir vaxtarræktarmenn hafa ekki sótt þetta mót og ekki heldur Evrópumót vaxtarræktarmanna. Einungis er keppt í vaxtarrækt og opnum flokkum allra aldursflokka á þessu móti og því er um að ræða gríðarlega sterkt mót sem auk þess er ekki beinlínis haldið í næsta nágrenni við Ísland.
Ein stærsta líkamsræktarkeppni heims er kennd við Arnold Schwartzenegger og hefur undanfarin ár verið haldin í Ohio í Bandaríkjunum. 7.-9. október mun þessi vinsæla keppni meðal fitness- og vaxtarræktarfólks verða haldin í Madríd á Spáni.  Það verða engir aukvisar sem stíga þar á svið. Vegleg peningaverðlaun eru í boði fyrir fyrsta sætið í vaxtarræktinni. 100.000 dollarar eiga að tryggja það að stóru nöfnin láti sjá sig. Líklegt þykir að vaxtarræktarmennirnir Cutler, Heath, Kai, Branch, Martinez, Wolf, Roelly o.fl. eigi eftir að stíga þar á svið.
Arnold Classics er ekki eingöngu fyrir atvinnumen. Haldin verður risakeppni fyrir áhugamenn í fitness og vaxtarrækt. Fimm íslenskir keppendur stefna þangað á keppni, þær Rannveig Kramer, Guðrún Hólmfríður Ólafsdóttir, Einhildur Ýr Gunnarsdóttir, Alexandra Sif Nikulásdóttir og Kristbjörg Jónasdóttir stefna þangað í sínu besta formi. Það er margt að gerast í líkamsræktargeiranum í Evrópu þessa dagana. FIBO sýningin er á næsta leyti og breska Grand Prix keppnin er að hefja göngu sína aftur.
Fjöldi íslenskra keppenda fara á Norðurlandamótið auk þess sem Norðurlandaráð IFBB fundar við þetta tækifæri. Norðurlandamótið er tvímælalaust orðið sterkasta og stærsta mótið sem haldið er á Norðurlöndunum. Styrkleiki móta er misjafn en einungis í fremstu röð frá hverju landi eiga kost á að fara á Norðurlandamót.  Íslensku keppendurnir sem stefna á Norðurlandamóitð eru Rannveig Kramer, Guðrún Ólafsdóttir, Kristján Geir Jóhannesson, Arnþór Ásgrímsson, Edda Óttarsdóttir, Þorbjörg Sólbjartsdóttir og Hilda Elísabeth Guttormsdóttir.  Á næsta ári mun Norðurlandamótið fara fram í Danmörku, 2013 í Eistlandi, 2014 á Íslandi og 2015 í Noregi. Þetta eru mikilvæg mót fyrir samstarf Norðurlandana og því eru keppendur hvattir til að stefna á þessi mót. Nokkuð hefur verið um að íslenskir keppendur hafi keppt á hinum ýmsu Grand Prix mótum á norðurlöndunum undanfarin tvö til þrjú ár. Ætlunin er að leggja minni áherslu á að íslenskir keppendur stefni á Grand Prix mótin næstu misserin en öllu fremur að hvetja þá til að fara á Norðurlandamót, Evrópumót og heimsmeistaramót. 
Hugsanlegt er að einhverjir íslenskir keppendur muni halda til Tallin í nóvember. Þar verður keppt í Classic Bodybuilding sem er það sama og við köllum hér heima fitness. Helsti munurinn á Classic Bodybuilding og vaxtarrækt eru þyngdartakmörkin miðað við hæð. Keppandi þarf að passa inn í ákveðna þyngdarformúlu miðað við hæð. Einnig er hugsanlegt að keppt verði í íþróttafitness á þessu móti þar sem Eistlendingar eru í samstarfi við norðurlöndin að kynna íþróttafitness fyrir forsvarsmönnum IFBB í þeirri von að sú keppnisgrein verði tekin upp á alþjóðavísu innan sambandsins.
Kristín Kristjánsdóttir og Magnús Bess stefna á að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer að þessu sinni fram á Spáni. Einhverjir unglingar munu líklega halda þangað til keppni en ekki liggur fyrir hverjir það eru. Einnig er ekki loku fyrir það skotið að fleiri keppendur muni halda þangað.