Mysprótín þykir ákjósanlegt fyrir líkamsræktarfólk vegna þess að það frásogast fljótt í meltingu og inniheldur ekkert plöntu-estrógen sem gæti truflað efnaskipti testósteróns. Mysuprótínið er oft tekið fram yfir mjólkurprótín vegna hraðara frásogs í meltingu. Mjólkurprótín sem unnið er á hefðbundinn hátt úr nýmjólk myndar kekki í maganum sem frásogast mun hægar. Stuart Phillips við McMaster Háskólann í Kanada heldur því hinsvegar fram að nútíma vinnsluaðferðir á mjólkurvörum geri það að verkum að mjólkurprótínið myndi mun síður kekki en áður. Sambland mysu- og mjólkurpótína gæti því verið heppileg blanda til þess að hafa langvarandi áhrif á efnaskipti prótína. Þegar uppbygging er annars vegar er talið heppilegra að prótín sé aðgengilegt fyrir vefi líkamans öllum stundum.

(American Journal of Physiology Endocrinology Metabolism, 300: E 610, 2011)